Haraldur á einu yfir pari í dag

Haraldur Franklín Magnús á eftir einn hring á Ítalíu.
Haraldur Franklín Magnús á eftir einn hring á Ítalíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, lék í morgun þriðja hringinn á Italian Challenge-mótinu í Fubine á Ítalíu á einu höggi yfir pari vallarins.

Haraldur lék á 72 höggum og varð fyrstur kylfinga til að ljúka þriðja hringnum. Hann er samtals á 213 höggum, á pari vallarins, eftir hringina þrjá og er sem stendur í 61. sæti af þeim 65 keppendum sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær.

Þar sem nær allir aðrir eiga eftir að ljúka hringnum í dag gæti staða Haraldar breyst talsvert en hann leikur fjórða og síðasta hringinn á morgun.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson voru einnig á meðal keppenda á mótinu, sem er liður í Áskorendamótaröð Evrópu, en komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert