Fyrsta mótið hjá Tiger í rúman mánuð

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods er á meðal keppenda á ZOZO Championship mótinu á PGA-mótaröðinni en mótið hefst í Kaliforníu í dag. 

Tiger Woods var síðast með á Opna bandaríska meistaramótinu 17. - 20. september. Hann hefur lítið leikið á árinu en mótaröðin stoppaði frá því í mars og fram í júní. Tiger snéri hins vegar ekki aftur fyrr en í ágúst. 

Blaðamenn vestra velta því fyrir sér hvort Tiger geti blandað sér í baráttuna um sigurinn í mótinu í ljósi þess að mótið er haldið á Sherwood vellinum. Þar kann Tiger vel við sig en hann sigraði á mótinu í fyrra. 

Völlurinn var áður vettvangur Hero World Challenge mótsins sem Tiger stóð sjálfur fyrir um tólf  ára skeið. Mótið vann Tiger fimm sinnum og hafnaði fimm sinnum í öðru sæti. Hann þekkir því vel hvernig best er að skora völlinn. 

Tiger mun fá næga samkeppni því margir af snjöllustu kylfingum heims eru með í mótinu. Nægir þar að nefna Rory McIlroy, Jon Rahm og Justin Thomas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert