Guðmundur Ágúst Íslandsmeistari

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson með verðlaunagripi sína …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson með verðlaunagripi sína eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í golfi 2019. Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sló varla feilnótu á lokahring Íslandsmótsins í golfi á Grafarholtsvelli í dag þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

Guðmundur var með forystu fyrir lokahringinn, tveimur höggum á undan næsta manni, Andra Þór Björnssyni. Guðmundur fékk þrjá fugla og engan skolla á fyrri níu holunum í dag og virtist fullur sjálfstrausts, og lét ekki álagið trufla sig á seinni níu holunum þegar hann tryggði sér öruggan sigur. Guðmundur lék lokahringinn á -4 höggum og hringina fjóra samtals á 9 höggum undir pari, fimm höggum betur en næstu menn.

Arnar Snær Hákonarson fékk tækifæri til að eigna sér 2. sæti þegar hann púttaði fyrir fugli á lokaholunni, en þeir Arnar, Rúnar Arnórsson og Haraldur Franklín Magnús urðu jafnir í 2. sæti.

Keppni er að ljúka í kvennaflokki þar sem Guðrún Brá Björgvinsdóttir á sigurinn vísan.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók forystuna á þriðja hring og lét …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók forystuna á þriðja hring og lét hana ekki af hendi. Ljósmynd/seth@golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert