Guðmundur í fámennum hópi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er með forystuna fyrir lokahringinn á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem fram fer á PGA Catalunya-golfsvæðinu á Spáni og er hluti af Nordic Tour-atvinnumótaröðinni.

Guðmundur lék á 70 höggum eða pari vallarins í gær en hann átti stórkostlegan hring á þriðjudag og lék á 64 höggum. Haraldur Franklín Magnús er í 22. sæti, Andri þór Björnsson í 40. sæti en Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Ágúst er í hópi fárra íslenskra kylfinga sem hafa farið undir 65 höggin á móti erlendis. Frægt vallarmet Arnar Ævars Hjartarsonar er lægsta skorið en hann lék þá New Course á 60 höggum í St. Andrews Links Trophy- mótinu árið 1998.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið La Reserva-völlinn á Spáni á 61 höggi. Hann hefur auk þess afrekað að leika á 63 og 64 höggum í sama mótinu og sigraði þá á Áskorendamóti í Frakklandi árið 2017.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert