Rahm vann sitt þriðja mót á árinu

Jon Rahm með verðlaunagripinn.
Jon Rahm með verðlaunagripinn. AFP

Spánverjinn Jon Rahm hrósaði sigri á Hero World Challenge-mótinu í golfi sem lauk á Bahamas í gær.

Rahm, sem er 24 ára gamall, lék hringina fjóra á 20 höggum undir pari og hann vann þar með sitt þriðja mót á árinu og sjöunda mótið á þeim tveimur árum sem hann hefur verið í atvinnumennsku. Með sigrinum komst Rahm upp í 6. sæti á heimslistanum.

Bandaríkjamaðurinn Tony Finau varð í öðru sæti á 16 höggum undir pari og í þriðja sætinu hafnaði Englendingurinn Justin Rose á 15 höggum undir pari.

Tiger Woods, gestgjafi mótsins, náði sér ekki á strik og endaði í 17. sæti af 18 keppendum en hann lék hringina fjóra á einu höggi undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert