Valdís var fjórum yfir pari á fyrsta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, spilaði í dag fyrsta hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir LPGA-mótaröðina í golfi. Leikið er í Flórída.

Valdís spilaði alls á 76 höggum eða á fjórum yfir pari. Hún fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn þrefaldan skolla á hringnum í dag.

Alls eru leiknir fjórir hringir og eru keppendur alls 216 keppendur sem komust inn á 2. stigið. Það er ekki ljóst hversu margir keppendur komast inn á lokastigið – en miðað við söguna undanfarin ár má búast við að 15-25 keppendur komist áfram af þessum 216.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert