Birgir Leifur hafnaði í 71. sæti

Axel Bóasson
Axel Bóasson Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 71. sæti á BMW International mótinu sem fram fór í München í Þýskalandi og er liður í Evrópumótaröðinni.

Hann lék lokahringinn í dag á 74 höggum eða tveimur yfir pari en alls var hann á átta höggum höggum yfir.

Kylfingurinn Axel Bóasson hafnaði í 45. sæti á SSE Scottish Hydro Challenge mótinu í Aviemore í Skotlandi og er liður í Áskorendamótaröðinni.

Hann lék lokahringinn í dag á 75 höggum eða fjórum yfir pari en hann endaði einnig með fjögur högg yfir samtals. Axel lék síðustu tvo hringi þar á undan á 69 höggum en náði ekki að fylgja eftir þeim ágæta árangri. Þetta var engu að síður í fyrsta sinn sem Axel náði í gegnum niðurskurð og vonandi fylgir hann eftir þeim ágæta árangri á næstu mótum.

Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni í Þýskalandi í dag.
Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni í Þýskalandi í dag. Ljósmynd/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert