Axel á leið til Tyrklands

Axel Bóasson
Axel Bóasson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, er skráður til leiks á móti í Tyrklandi á Áskorendamótaröð Evrópu næsta fimmtudag. 

Mótið er kennt við Turkish Airlines og fer fram á Gloria-golfsvæðinu nærri Antalya sem er þekkt golfsvæði og hefur verið áfangastaður íslenskra kylfinga. 

Áskorendamótaröðin fer rólega af stað í ár og einungis tvo mót hafa farið fram en Axel er þar með keppnisrétt í fyrsta skipti eftir að hafa sigrað á Nordic League-mótaröðinni í fyrra. 

Hann hefur keppt á einu móti og var það í Kenía í síðasta mánuði en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert