Í ráshópi með Þjóðverja og Bandaríkjamanni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Jose Maria Saiz Vasconcelos,LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í ráshópi með þýskum og bandarískum kylfingum þegar hún fer á teig á morgun í Los Angeles. Hefst þá Opna LA-mótið á LPGA-mótaröðinni. 

Ólafía fer á 1. teig klukkan 15:28 að staðartíma en sjö tíma munur er á Kaliforníu og Íslandi. Klukkan verður því orðin 22:28 hér heima. 

Sú bandaríska heitir Katie Burnett og er ekki þekktur kylfingur en hin þýska er Sandra Gal sem náð hefur 3. sæti á Opna bandaríska mótinu. Hefur hún náð að vera á meðal fimmtán efstu á fjórum af risamótunum fimm. 

Mótið fer fram hjá hinum kunna Wils­hire klúbbi í Los Angeles. Skorkortin hafa verið nokkuð skrautleg hjá Ólafíu að undanförnu og þarf á meiri stöðugleika að halda í næstu mótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert