Nóg eftir af tímabilinu hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Línur eru að skýrast varðandi þau mót sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fær þátttökurétt í undir lok keppnistímabilsins á bandarísku LPGA-mótaröðinni í golfi.

Ólafía er nú í þrjátíu tíma ferðalagi til Nýja-Sjálands og þar mun hún hefja leik á MCKAYSON-mótinu hinn 28. september. Mótaröðin færir sig í framhaldinu til Asíu og þar munu fimm mót fara fram áður en kemur að lokamótinu: Tour Championship. Eftir miklu er að slægjast í Asíu en í nokkrum mótanna er hátt verðlaunafé auk þess sem keppendafjöldi verður ekki skorinn niður og því fá allir kylfingarnir borgað sem er óvenjulegt.

Eins og sakir standa er Ólafía örugg um að komast inn í tvö mót í Asíu. Annars vegar í Malasíu 26. október og hins vegar í Kína hinn 8. nóvember. En auk þess er talið líklegt að hún muni geta verið með í Tævan 12. október en það hefur ekki verið staðfest.

Gangi Ólafíu vel í mótunum sem framundan eru þá verður hún á meðal keppenda í lokamótinu, Tour Championship, sem er hápunkturinn á mótaröðinni sjálfri. En þá eru risamótin fimm talin frá þar sem bestu kylfingarnir frá sterkustu mótaröðunum koma saman. Lokamótið mun fara fram 16.-19. nóvember og verður haldið í Naples á Flórída.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert