Birgir Leifur á pari eftir skrautlegan hring

Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti erlendis fyrir …
Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti erlendis fyrir skömmu. Ljósmynd/Evrópumótaröðin

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var að koma í hús eftir fyrsta hring á Opna Kasakstan-mótinu þar í landi í Áskorendakeppni Evrópu, en hann kom í hús á 72 höggum eða pari vallarins.

Birgir Leifur byrjaði á 10. teig í dag og fékk þrjá skolla en einn fugl á fyrri hluta hringsins. Hann byrjaði hins vegar seinni hlutann af krafti og fékk tvo fugla í röð á 1. og 2. holu. Hann fékk svo tvo skolla og tvo fugla til viðbótar á kaflaskiptum hring en kom loks í hús á parinu.

Ekki hafa allir kylfingar lokið leik, en Birgir Leifur er sem stendur jafn fleiri kylfingum í 66. sæti. Annar hringurinn er leikinn á morgun og eftir það er skorið niður fyrir lokahringina tvo.

Verðlaunaféð er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni og nánast allir sterkustu leikmenn mótaraðarinnar keppa á þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert