Birgir Leifur í eldlínunni í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti erlendis fyrir …
Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti erlendis fyrir skömmu.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður á meðal keppenda á einu stærsta móti ársins á Áskorendamótaröðinni sem hefst á fimmtudaginn í Kasakstan. Þetta er í 13. sinn sem keppt er í Kasakstan á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Verðlaunaféð er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni og nánast allir sterkustu leikmenn hennar keppa á þessu móti, sem fram fer á Almaty's Nurtau-vellinum.

Birgir Leifur sigraði sem kunnugt er á móti sem fram fór Frakklandi fyrir skemmstu og var það fyrsti sigur hans á Áskorendamótaröðinni. Með sigrinum tryggði Birgir Leifur sér keppnisrétt á röðinni næstu tvö tímabil.

Hann er í harðri baráttu um að komast í hóp 15 efstu á peningalista Áskorendamótaraðarinnar – sem tryggir keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Birgir er sem stendur í 19. sæti en hann var í 16. sæti fyrir mótið sem fram fór í síðustu viku á Írlandi – þar sem Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert