Sögulegt hjá Spieth á Opna breska

Jordan Spieth með verðlaunagripinn.
Jordan Spieth með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth bar í gær sigur úr býtum á Opna breska meistaramótinu í golfi, einu af risamótum ársins. Spieth spilaði hringina fjóra samtals á 12 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum Matt Kuchar.

Spieth deildi forskotinu eftir fyrsta dag en var svo alltaf efstur að loknum hinum hringjunum þremur.

Hinn 23 ára gamli Spieth varð með þessu yngsti sigurvegari þessa elsta risamóts heims frá árinu 1979 og er jafnframt fyrsti kylfingurinn á eftir Jack Nicklaus sem hefur tekist að vinna þrjú risamót fyrir 24 ára aldur.

Spieth var ekki sá eini sem fór í sögubækurnar, því Ástralinn Brendan Grace spilaði þriðja hringinn á laugardag á 62 höggum sem er besti 18 holu hringur á risamóti karla í golfi frá upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert