Haraldur ofar en Tiger á heimslistanum

Haraldur Franklín.
Haraldur Franklín. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús, sem hefur átt góðu gengi að fagna í Nordic Golf-mótaröðinni í golfi, tekur risastökk á nýjum heimslista karla í golfi.

Haraldur Franklín hækkar um 208 sæti á heimslistanum og er kominn í 849. sæti og hann er þar með kominn ofar á listann en bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem skipar 876. sætið á listanum.

Nýjasti heimslistinn.
Nýjasti heimslistinn.

Tiger hefur átt erfitt uppdráttar innan sem utan golfvallarins undanfarin ár og hefur lítið spilað vegna meiðsla og eftir að hafa verið í toppsæti heimlistans svo mánuðum skiptir hefur hann sigið jafnt og þétt á honum.

Haraldur Franklín er kominn upp í 3. sætið á stigalistanum í Nordic Golf-mótaröðinni en hann hefur hafnað í 2. sæti á síðustu tveimur mótum í mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert