Krafa um 18 holur afnumin

Golfvöllurinn í Brautarholti á Kjalarnesi er einn af mörgum fallegum …
Golfvöllurinn í Brautarholti á Kjalarnesi er einn af mörgum fallegum níu holu völlum sem gætu hýst stærri mót. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason

Golfsamband Íslands hefur, fyrst allra landssambanda í alþjóða-golfhreyfingunni svo vitað sé, afnumið ákvæði í reglugerðum sínum um að golfmót á vegum þess þurfi að fara fram á 18-holna völlum.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá GSÍ. Breytingarnar voru samþykktar á fundi laganefndar sambandsins nýverið. Fram til þessa hafa aðeins fáein mót farið fram á 9-holna völlum, einkum barna- og unglingamót auk keppni í neðri deildum Íslandsmóts golfklúbba.

Í umfjöllun um mál þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, hreyfinguna þurfa að horfast í augu við breyttar þarfir kylfinga. GSÍ eigi ekki að standa í vegi fyrir meiri sveigjanleika í sínum reglugerðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert