Sú besta á Íslandi hætt 19 ára

Aldís Kara Bergsdóttir er hætt, þrátt fyrir að vera aðeins …
Aldís Kara Bergsdóttir er hætt, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Hin 19 ára gamla Aldís Kara Bergsdóttir, besti listskautari Íslands síðustu ár, hefur lagt skautana á hilluna, þrátt fyrir ungan aldur. Aldís er íþróttakona Akureyrar síðustu þriggja ára.

„Listskautar hafa verið allt mitt líf síðan ég steig á ísinn í fyrsta skiptið og nú eftir 15 ára feril hef ég tekið þá ákvörðun að leggja skautana á hilluna,“ skrifaði Aldís á Facebook.

Þrátt fyrir að hætta ung að aldri, afrekaði Aldís Kara ýmislegt á góðum ferli, en hún varð fyrsti Íslendingurinn til að ná lágmörkum inn á HM unglinga og EM fullorðinna.

„Ég er svo ótrúlega stolt af öllu sem ég hef áorkað, að ná þeim markmiðum að vera fyrsti íslenski skautarinn til að ná lágmörkum inn á heimsmeistaramót unglinga og Evrópumeistaramót fullorðna og að vera valin íþróttakona Akureyrar síðastliðin 3 ár,“ skrifaði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert