Ríkisstjórnin? Menntamálaráðuneytið? Lögreglan?

Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020
Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 Ljósmynd/Bragi Valgeirsson

Í kringum kjörið á íþróttamanni ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna skapast iðulega líflegar umræður. Eru það ekki ný tíðindi og þrátt fyrir að samfélagsmiðlar séu áberandi fyrirbæri er þessi umræða ekki endilega meiri nú en á árum áður. Jafnvel þótt nú sé hægt að rífast um fleiri atriði eins og lið og þjálfara.

Sjálfur geri ég ekki athugasemdir við að fólk kunni að vera ósammála um hverjir eigi að verða fyrir valinu. Það er ósköp eðlilegt enda er ekki um vísindi að ræða. En ég geri athugasemd við hugmyndir um að „taka“ kjörið af Samtökum íþróttafréttamanna.

Hef ég rekist á þetta áður en nú síðast hjá tveimur handboltaþjálfurum. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að standa fyrir sambærilegu kjöri og handboltaþjálfararnir tveir telja til dæmis að aðrir séu betur til þess fallnir. En hver á að „taka kjörið af SÍ“? Ríkisstjórnin? Menntamálaráðuneytið? Lögreglan?

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert