Sigurgangan heldur áfram

Sofia Goggia fagnar sigri. Grímur eru tímanna tákn við þessar …
Sofia Goggia fagnar sigri. Grímur eru tímanna tákn við þessar aðstæður. AFP

Líklega er ekki deilt um að Sofia Goggia frá Ítalíu sé snjallasta skíðakona heims í bruni um þessar mundir en um helgina sigraði hún á fjórða mótinu í röð í heimsbikarnum. 

Keppt var í Sviss og Goggia sýndi styrk sinn með frábærri ferð og er nú komin í fámennan hóp sem tekist hefur að sigra í bruni í heimsbikarnum fjórum sinnum í röð. 

Annemarie Moser-Proll frá Austurrríki náði slíkri sigurgöngu þrívegis og hin bandaríska Lindsey Vonn tvívegis á glæsilegum ferli. Þá hafa þær Marie-Theres Nadig og Picabo Street frá Sviss einnig náð þessu. 

Sofia Goggia er 28 ára gömul og er núverandi ólympíumeistari í bruni.

Sofia Goggia á ferðinni.
Sofia Goggia á ferðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert