Keppir loks erlendis á ný

Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Ljósmynd/Helgi Halldórsson

Sveinbjörn Iura er kominn til Ungverjalands og verður á meðal keppenda á Budapest Grand Slam mótinu í júdó sem hefst í dag en Sveinbjörn keppir á morgun.

Sveinbjörn keppir í -81kg flokki og mætir Damian Szwarnowiecki frá Póllandi sem er í 42. sæti heimslistans sem stendur. Pólverjinn er líklega erfiðari andstæðingur en heimslistinn gefur til kynna því hann hafnaði í 5. sæti á HM árið 2018.

Sveinbjörn er einn þeirra íslensku íþróttamanna sem hefur unnið að því síðustu árum að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara áttu fram í sumar en var frestað þar til næsta sumar. Hann hefur ekki haft tækifæri til að keppa á alþjóðlegum mótum í langan tíma vegna faraldursins en Alþjóða júdósambandið stóð síðast fyrir móti í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert