Fjölnir vann Reykjavíkurslaginn

Fjölnismenn fagna marki í kvöld.
Fjölnismenn fagna marki í kvöld. mbl.is//Hari

Fjölnir lagði SR að velli í efstu deild karla í íshokkí, Hertz-deildinni, í Egilshöllinni í Grafarvogi í kvöld. Leiknum lauk með 4:2-sigri Fjölnis sem komst í 3:0 í leiknum. Kristján Kristinsson kom Fjölni yfir undir lok fyrsta leikhluta og Michail Stoklosa tvöfaldaði forystu Fjölnis í upphafi annars leikhluta.

Sölvi Egilsson skoraði þriðja mark Fjölnis um miðjan annan leikhluta áður en Tómas Ómarsson minnkaði muninn fyrir SR undir lok annars leikhluta. Kári Guðlaugsson minnkaði muninn í eitt mark fyrir SR um miðjan þriðja leikhluta og hleypti spennu í leikinn. Vignir Arason innsiglaði hins vegar sigur Fjölnis undir lok þriðja leikhluta með fjórða marki Grafarvogsliðsins.

Fjölnismenn jafna Skautafélag Akureyrar að stigum með sigri kvöldsins en liðin eru jöfn í efstu sætum deildarinnar, bæði með sex stig, eftir fyrstu tvo leiki sína. SR rekur lestina án stiga eftir þrjá spilaða leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert