Erla og Drífa heimsmeistarar í badminton

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir eru heimsmeistarar í flokki …
Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir eru heimsmeistarar í flokki 40 ára og eldri. Ljósmynd/Badminton.is

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir eru heimsmeistararar í sínum aldursflokki í tvíliðaleik í badminton eftir sigur gegn Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð í úrslitaleik á HM í badminton í flokki fjörutíu ára og eldri sem fram fer í Katowice í Póllandi í dag.

Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24:22 eftir mikla spennu. Annarri lotu lauk svo með öruggum sigri Íslendinganna, 21:10, og Erla og Drífa fögnuðu því öruggum sigri þegar upp var staðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert