Stjarnan og Gerpla fögnuðu í Ásgarði

Stjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Stjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan kom, sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í hópfimleikum í íþróttahúsinu í Ásgarði, Garðabæ í kvöld. Stjarnan með mikla yfirburði og fékk 53.925 stig og vann Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. 

Í karlaflokki vann Gerpla með 53.000 stig. Líkt og Stjarnan í kvennaflokki, vann Gerpla Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Í blönduðum liðum vann Gerpla bæði í fjölþraut og á einstökum áhöldum. 

Einnig var keppt í stúlkna og drengjaflokki. Í stúlknaflokki var það lið Selfoss sem stóð uppi sem sigurvegari með 47.450 stig, en liðið vann einnig sigur á æfingum á dýnu og trampólíni.

Það var svo lið Gerplu sem sigraði í gólfæfingum. Lið Stjörnunnar mætti eitt til leiks í drengjaflokki og varð því sjálfkrafa Íslandsmeistari í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Nálgast má öll úrslit mótsins með að smella hér hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert