Sturla í 12. sæti í undankeppninni

Sturla Snær Snorrason var með fimmta besta tímann í svigi …
Sturla Snær Snorrason var með fimmta besta tímann í svigi í seinni ferð sinni á HM í Svíþjóð í dag. AFP

Sturla Snær Snorrason tryggði sér í dag sæti í aðalkeppni karla í svigi á HM í alpa­grein­um í Åre í Svíþjóð í dag. Fjórir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda í undankeppni en Sturla Snær var með rásnúmer 25 og var hann í 20. sæti eftir fyrri ferðina.

Sturla var með fimmta besta tímann eftir seinni ferðina sem skilaði honum 12. sæti og honum hefur því tekist að komast í aðalkeppnina í báðum greinum sínum á mótinu. Hann var í 20. sæti í undankeppni stórsvigsins en féll síðan í fyrri ferð aðalkeppninnar.

Sigurður Hauksson hafnaði í 50. sæti en 25 efstu keppendurnir taka þátt í aðalkeppninni á morgun. Gísli Rafn Guðmundsson og Kristinn Logi Auðunsson náði ekki að ljúka seinni ferð sinni í dag en aðalkeppnin fer fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert