Bætti fimm ára gamalt heimsmet

Daiya Seto fyrir miðju á verðlaunapallinum.
Daiya Seto fyrir miðju á verðlaunapallinum. AFP

Japaninn Daiya Seto setti í dag nýtt heimsmet í 200 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Kína.

Seto, sem er 24 ára gamall, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í greininni þegar hann kom í mark á 1:48,24 mínútum og bætti gamla heimsmetið um 8/100 úr sekúndu en það var í eigu S-Afríkumannsins Chad le Clos, sem hann setti fyrir fimm árum, en Clos hafnaði í öðru sætinu í sundinu.

Seto vann til bronsverðlauna í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveimur árum.

„Ég er ánægður en undrandi á því að hafa sett nýtt heimsmet. Ég vakna upp á hverjum degi með það markmið að setja nýtt heimsmet og loksins tókst það,“ sagði Seto eftir sundið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert