Konurnar í úrslit á EM

Íslenska sveitin í dansæfingum sínum í dag en hún fékk …
Íslenska sveitin í dansæfingum sínum í dag en hún fékk hæstu einkunn allra liða fyrir þær. Ljósmynd/Kristinn Arason

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í öðru sæti í undankeppni Evrópumeistaramótsins í hópfimleikum sem varð að ljúka í Odiveli í úthverfi Lissabon. Íslenska sveitin fékk samtals 55.100 stig fyrir æfingar sína. Hún verður þar af leiðandi með í úrslitum á laugardaginn en keppnin hefst um hádegið.

Sænska sveitin, sem er ríkjandi Evrópumeistari, fékk samtals 56.750 stig og sendi þar með mjög sterk skilaboð til annarra sveita fyrir úrslitin á laugardaginn. Danir voru með 54.600 stig í þriðja sæti.

Kvennaliðið fór á kostum í dansæfingum sínum og hlaut hæstu einkunn allra liðanna, eða 21.450 stig. Svíar voru næstir með 20.700 stig og Danir skammt þar á eftir. Dansinn var flottur en aðeins vantaði upp á jafnvægi í nokkru skipti. Það er nokkuð sem verður væntanlega bætt úr fyrir úrslitin.

Fyrsta greinin gekk nokkuð vel en það var trampolínstökk. Helst vantaði upp á örfáar betri lendingar hjá hópnum. Alls fékk íslenska liðið 16.800 fyrir dýnustökkið og á örugglega eitthvað inni þar fyrir úrslitin. Svíar áttu magnaða stökksýningu á dýnunni og fengu 18.100 stig.

Dýnustökkin í lokaumferðinni voru stórbrotið. Þar sýndu íslensku konurnar hvers þær eru megnugar enda var einkunnin eftir því 16.850 þótt vissulega hafi mörgum þótt hún  vera í lægri kantinum miðað við þau glæsilegu tilþrif sem íslenska liðið sýndi í tilkomumiklum og kraftmiklum stökkum sínum. Það tjáir ekki að deila við dómarann.

Aðalatriðið var hins vegar að komast heilu og höldnu í úrslitin og það tókst svo sannarlega. Það því spennandi laugardagur fram undan hjá fimleikaáhugafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert