Þrír Íslendingar í úrslit

Hjörtur Már Ingvarsson varð áttundi inn í úrslit í 200 …
Hjörtur Már Ingvarsson varð áttundi inn í úrslit í 200 metra skriðundi. Eggert Jóhannesson

Evrópumót fatlaðra í sundi er farið af stað í Dublin þar sem Ísland á sex fulltrúa. Þrír þeirra hófu leik í undanrásum í morgun.

Hjörtur Már Ingvarsson varð áttundi inn í úrslit í 200 metra skriðsundi á tímanum 3:16,05 mínútur í S5 fötlunarflokknum. Thelma Björg Björnsdóttir varð níunda í undanrásum í 50 metra skriðsundi í S6 fötlunarflokknum og missti naumlega af úrslitum á tímanum 39,65 sekúndur. Róbert Ísak Jónsson varð síðan sjöundi inn í úrslit í 100 metra bringusundi í S14 fötlunarflokknumá tímanum 1:13,01.   

Már Gunnarsson syndir í kvöld í 400 metra skriðsundi í flokki S12 blindra og sjónskertra en sú grein fór beint í úrslit með sjö skráða keppendur. 

Á morgun mæta síðan Sonja Sigurðardóttir og Guðfinnur Karlsson til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert