Fanney með silfur í Frakklandi

Fanney Hauksdóttir komst á verðlaunapall á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Fanney Hauksdóttir komst á verðlaunapall á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum. Haukur Geirmundsson

Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir fékk á laugardaginn silfurverðlaun í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu sem fram fór í Merignac í Frakklandi.

Í klassískum kraftlyftingum má ekki notast við neinn hjálparbúnað sem er leyfilegur í kraftlyftingum.  

Í seríunni lyfti Fanney 107,5 kg - 110 kg og 112,5 kg. Allar lyfturnar voru gildar og tryggði lokalyftan henni silfrið. Þetta var jöfnun á besta árangri hennar á alþjóðlegu móti og var aðeins 0,5 kg frá Íslandsmeti hennar  

Hin ungverska Palagyi Zsanett vann gullið en hún lyfti 117,5 kg.

Í október mun Fanney síðan keppa í bekkpressu á EM í kraftlyftingum en þá mega keppendur notast við hjálparbúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert