Leikurinn í gær - Myndir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2:0 fyrir landsliði Nígeríu á heimsmeistaramótinu á Volgograd Arena í Rússlandi í gær, eins og flestum er líklega kunnugt. Eggert Jóhannesson ljósmyndari var á vellinum í gær og fangaði stemninguna.

Musa skorar fyrra mark Nígeríu.
Musa skorar fyrra mark Nígeríu. Eggert Jóhannesson
Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, syngur hástöfum fyrir leik.
Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, syngur hástöfum fyrir leik. Eggert Jóhannesson
Ellert B. Schram og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formenn KSÍ.
Ellert B. Schram og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formenn KSÍ. Eggert Jóhannesson
Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar Íslands.
Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar Íslands. Eggert Jóhannesson
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og Nwankwo Kanu, fyrrum landsliðsmiðherji Nígeríu. …
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og Nwankwo Kanu, fyrrum landsliðsmiðherji Nígeríu. Þeir voru saman í sjónvarpsviðtali niðri á velli fyrir leik. Eggert Jóhannesson
Musa í þann mund að skora seinna mark sitt og …
Musa í þann mund að skora seinna mark sitt og Nígeríu, án þess að Kári Árnason eða Hannes Þór Halldórsson fái rönd við reist. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert