Stuðningsmenn þeirrar dönsku grétu eftir morðhótanir

Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. AFP

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur hótað því að sniðganga Miami Open tennismótið vegna dræmra viðbragða móthaldara við kvörtun þeirrar dönsku sem sagði að sér og sínum nánustu sem horfðu á hana upp í stúku hefði verið misboðið vegna hegðunar áhorfenda sem studdu dyggilega á bakvið heimakonuna Monica Puig frá Puertó Ríkó. Þetta kemur fram í umfjöllun vefútgáfu The Guardian í dag.

Sagði sú danska að sínir nánustu hefðu fengið morðhótanir og að frændi og frænka kærasta hennar, Davids Lee, hefðu farið að gráta eftir viðueignina. „Ég svaf hræðilega í fjóra eða fimm daga. Það er ekki eðlilegt að þurfa að hugga frænda og frænku Davids eftir leikinn sem grétu bæði,” sagði Wozniacki.

Wozniacki, sem er önnur á heimslistanum og vann opna ástralska meistaramótið fyrr á þessu ári, sagði að öryggisverðir á mótinu hefðu gert lítið sem ekkert til þess að stöðva það sem fram fór.

James Blake, framkvæmdastjóri mótsins, sagði að hvorki mótshaldarar né starfsmenn alþjóða tennissambands kvenna hefðu heyrt þessar hótanir.

„Ég á eftir að taka þá ákvörðun hvort ég fari aftur [til Miami] eða ekki.  Ég hefði viljað sjá [James Blake] taka skýrari afstöðu en hann gerði það ekki og þar við situr,“ sagði Wozniacki við blaðamenn á heimili sínu í Mónakó.

„Ég hefði reynt að gleyma þessu en ég taldi að það væri mikilvægt að tala um þetta og segja eitthvað þar sem ég tel að svona hegðun sé ekki í lagi,“ sagði hin danska.

Miami Open mótið er í eigu bandaríska framleiðslufyrirtækins IMG en rússnenska tenniskonan Maria Sharapova er samningsbundin fyrirtækinu. Wozniacki hefur gagnrýndi það á sínum tíma þegar Sharapova fékk boð á ýmis stórmót eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrir að hafa neytt árangusbætandi lyfja. Ljóst er ekki að það andar köldu á milli þessara tveggja aðila þessa dagana.

Hér að neðan má sjá brot af leiknum umtalaða:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert