Þróttur í góðri stöðu

Úr leiknum í Mosfellsbæ í kvöld.
Úr leiknum í Mosfellsbæ í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson

Bikarmeistarar Þróttar frá Neskaupstað eru með pálmann í höndunum í úrslitarimmunni við Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Þróttur hafði betur að Varmá í kvöld, 3:1, og hefur unnið í fyrstu tveimur leikjunum en þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Þróttur hafði undirtökin í kvöld, vann fyrstu hrinuna 25:23 en Afturelding jafnaði með 25:21 sigri í þeirri næstu. Þróttur hafði síðan betur, 25:23 og 25:17, í næstu tveimur.

Fyrsta hrinan var mjög jöfn, heimamenn þó aðeins yfir framan af, en gestinir jöfnuðu 7:7 og héldu nokkurra stiga forskoti allt þar til Afturelding jafnaði 23:23. Síðustu tvö stigin voru Norðfirðinga, 25:23, og Þróttur kominn yfir 1:0.

Sama var uppi á teningum megnið af næstu hrinu því Afturelding var yfir alveg þar til Þróttur jafnaði 19:19 en lengra komust þeir ekki og Afturelding jafnaði með 25:21 sigri.

Þriðja hrina var nokkuð furðuleg. Þróttur komst í 6:0 en þá tóku heimamenn við og gerðu næstu átta stig og voru eftir það með frumkvæðið en Þróttarar jöfnuðu nokkrum sinnum, síðast í stöðunni 23:23, og fengu síðan síðustu tvö stigin. 25:23 og Þróttur kominn með 2:1 forystu.

Norðfirðingar höfðu síðan fín tök á næstu hrinu, komust í 12:6 en Afturelding náði að minnka muninn en það dugði ekki til, 25:17 sigur og 3:1 sigur í leiknum.

Leikurinn var gríðarlega skemmtilegur, bæði lið börðust eins og ljón og var virkilega gaman að fylgjast með því. 

Haley Rena Hampton var með 21 stig í liði Aftureldingar og Velina Apostolova var með 10. Hjá Þrótti var Helena Kristín Gunnarsdóttir með 18 stig, Paula Del Olmo 16 og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir 11.

Þriðji leikur liðanna er í Neskaupstað á föstudagskvöldið og þar getur Þróttur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Afturelding - Þróttur N. 2. leikur opna loka
kl. 21:58 Textalýsing 17:25 Þróttarar höfðu þetta og það fór vel á að Ana Maria laumaði í hornið til að tryggja sigurinn. Hún er frábær leikmaður. Þróttarar nú 2:0 yfir í einvíginu en þrjá sigra þarf til að verða meistari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert