Abramenko vann skíðaflugið

Oleksandr Abramenko á flugi.
Oleksandr Abramenko á flugi. AFP

Úkraínumaðurinn Oleksandr Abramenko vann gullverðlaun í skíðaflugi karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í dag.

Þessi 29 ára gamli Úkraínumaður hlaut 128,51 stig. Kínverjinn Jia Zongyang varð í 2. sæti og Ilia Burov sem keppir sem sjálfstæður ólympískur keppandi varð í 3. sæti. Jia fékk 128,05 stig og Burov 122,17.

Um fyrstu gullverðlaun Abramenko er að ræða en hann er að keppa á sínum fjórðu leikum og hafði fyrir daginn í dag aldrei endað ofar en sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert