Hræðist ekki augnpotara Gunnars

Perry bregður á leik og hermir eftir Ponzinibbio.
Perry bregður á leik og hermir eftir Ponzinibbio. Ljósmynd/Skjáskot.

Bardagakappinn Mike Perry hræðist ekki argentíska „augnpotarann“ Santiago Ponzinibbio sem sigraði Gunnar Nelson í UFC í júlí á árinu en þeir tveir fyrrnefndu mætast í átthyrningnum um helgina í Kanada.

„Það horfði þannig fyrir mér að hann væri hreinlega að reyna að pota puttunum í augun á fólki. Hann setur einnig hnúann út og reynir að hitta í augað á þér,“ sagði Perry sem er alls kostar óhræddur.

„Ég fíla þetta. Komdu bara - en ef þú ferð með puttann upp í mig þá bít ég hann kannski af þér,” sagði Perry sem ætlar ekki að biðja dómarana að fylgjast sérstaklega með þessum tilburðum Ponzinibbio.

Gunnar Nelson og teymi hans kærðu úrslitin úr bardaga hans og Ponz­inibb­io vegna augnpotanna en úrsiltin voru látin standa.

Viðtalið við Perry má sjá hér að neðan en hann talar um augnpotið á mínútu 02.35.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert