Hrafnhildur komst ekki í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að komast í undanúrslit í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi.

Hrafnhildur synti í morgun í undanrásunum. Hún hafnaði í 7. sæti í sínum riðli á tímanum 1.07,54 mínútum og endaði í 18. sæti en 16 efstu komust í undanúrslitin. Hrafnhildur varð 11/100 úr sekúndu frá því að komast í undanúrslitin en hún var talsvert frá sínu besta því Íslandsmet hennar í greininni er 1.06,45 mínútur.

Hrafnhildur tekur þátt í 50 metra bringusundinu en það fer fram á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert