Froome vann þriðja árið í röð

Chris Froome fagnar titlinum í dag.
Chris Froome fagnar titlinum í dag. AFP

Bretinn Chris Froome tryggði sér í dag sigur í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, í þriðja sinn í röð og í fjórða sinn alls.

Froome vann með 54 sekúndna forskot á Rigoberto Uran, en í síðustu dagleið keppninnar í dag. Þrátt fyrir það þá vann hann ekki eina einustu dagleið og er um leið sjöundi hjólreiðakappinn sem stendur uppi sem sigurvegari í heildarkeppninni án þess að vinna dagleið.

Froome er nú í öðru sæti yfir sigursælustu keppendur sögunnar í Frakklandshjólreiðunum, en þeir Jacques Anquetil, Eddy Marckx, Bernard Hinault og Miguel Indurain hafa unnið oftar eða fimm sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert