Bryndís keppti fyrst á HM

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen.

Heimsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í Búdapest í morgun og Ísland á þar þrjá fulltrúa. Bryndís Rún Hansen var sú eina þeirra sem keppti í dag og hún var meðal þátttakenda í undanrásum í 100 metra flugsundi kvenna.

Bryndís hafnaði í 32. sæti af 46 keppendum á 1:01,32 mínútu en sextán efstu komust í undanúrslitin. Sú síðasta sem náði þangað synti á 58,66 sekúndum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 100 metra bringusundi á morgun og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hefur keppni á miðvikudag þegar hún keppir í 50 metra baksundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert