Hetjan Gascoigne slegin niður af þjófum

Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. AFP

Enskir miðlar greina frá því í dag að Paul Gascoigne, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga, hafi stöðvað menn sem reyndu að ræna nágranna hans á dögunum.

Atvikið átti sér stað í strandbænum Poole í Dorset á öðrum í páskum. Að sögn vitna lenti Gascoigne í áflögum við þjófanna sem slógu hann tvívegis í andlitið svo hann féll og meiddist á úlnlið.

Í frétt Metro segir eitt vitni að Gascoigne hafi staðið sig eins og hetja. Hann hafi komið í veg fyrir þjófnað og að þjófarnir hafi haldið á brott eftir áflög sín við Gascoigne.

„Hann greip inn í án þess að hugsa sig um og kom í veg fyrir innbrot,” sagði vitni.

„Hann þurfti ekki að grípa inn í en hann var algjör hetja. Hann var tuskaður hressilega til.”

Lögreglan í Dorset hefur staðfest að hafa fengið tilkynningu um innbrot snemma á öðrum degi páska. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert