Studdi andstæðing sinn í mark (myndskeið)

Matthew Rees styður David Wyeth í mark ásamt starfsmanni í …
Matthew Rees styður David Wyeth í mark ásamt starfsmanni í London-maraþoninu í dag. AFP

Það var sannkallaður íþróttaandi sem ríkti í London-maraþoninu sem fram fór í dag, en myndskeið af því þegar hlaupari styður uppgefinn keppinaut sinn í mark hefur vakið mikla athygli.

Maraþon reynir á öll þolmörk líkamans og David Wyeth kynntist því aðeins 135 metrum frá endamarkinu í dag. Keppinautur hans Matthew Rees fórnaði hins vegar tíma sínum til þess að hjálpa honum og hætti ekki fyrr en hann hafði komið Wyeth yfir marklínuna.

Áhorfendur við endamarkið fögnuðu mikið þegar þeir félagar komu í mark og meðal viðstaddra voru þar Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge.

Margir hafa hrósað Rees fyrir óeigingirni og segja þetta undirstrika samheldnina sem fylgir London-maraþoninu. Atvikið í heild sinni má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert