Afturelding einum sigri frá titlinum

Ceannia Kincade hjá Aftureldingu reynir smass í leiknum í dag …
Ceannia Kincade hjá Aftureldingu reynir smass í leiknum í dag en Fríða Sigurðardóttir og Laufey Björk Sigmundsdóttir hjá HK eru til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding náði í dag undirtökunum í einvíginu við HK um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki með því að vinna þriðja leik liðanna í Fagralundi í Kópavogi, 3:1.

Staðan er þá 2:1 fyrir Aftureldingu sem fær nú tækifæri til að tryggja sér titilinn á sínum heimavelli í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöldið.

HK vann fyrstu hrinuna eftir gríðarlega spennu, 28:26, en síðan tóku Mosfellingar völdin. Þeir unnu 25:21 og 25:21 í annarri og þriðju hrinu og unnu að lokum þá fjórðu eftir mikinn slag, 25:23.

Kate Yeazel var með 20 stig fyrir Aftureldingu, Thelma Dögg Grétarsdóttir 17 og Ceannia Kincade 14. Hjá HK var Hjördís Eiríksdóttir með 15 stig, Fríða Sigurðardóttir og Elísabet Einarsdóttir 14 hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert