Ferguson fær aðra styttu

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson AFP

Stytta af knattspyrnustjóranum fræga sir Alex Ferguson verður reist fyrir utan leikvang skoska félagsins Aberdeen til að heiðra framlag hans til þess.

Ferguson er frægastur fyrir að hafa stýrt enska stórliðinu Manchester United í nærri 30 ár, en undir hans stjórn vann liðið fjöldann allan af titlum og varð eitt frægasta og stærsta knattspyrnufélag heims. Áður en Skotinn tók við enska félaginu árið 1986 þjálfaði hann hins vegar Aberdeen í heimalandinu frá 1978.

Hjá Aberdeen var árangurinn ekki síður magnaður; liðið varð skoskur meistari þrisvar sinnum, bikarmeistari fjórum sinnum og Evr­ópu­meist­ari bik­ar­hafa 1983 eft­ir sig­ur á Real Madrid í úrslita­leik í Gauta­borg.

Styttan verður byggð á frægri ljósmynd af Ferguson er hann fagnaði skoska meistaratitlinum árið 1980 með uppréttar hendur en til stendur að afhjúpa styttuna síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert