Eriksen að snúa aftur til Inter

Christian Eriksen í baráttunni við Tim Sparv í leiknum örlagaríka …
Christian Eriksen í baráttunni við Tim Sparv í leiknum örlagaríka gegn Finnum. AFP

Knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen snýr aftur til félagsliðsins Inter Mílanó í næstu viku og mun þar undirgangast læknisskoðun til að komast að því hvort hann geti yfirhöfuð spilað með liðinu aftur.

Eriksen fór eins og frægt er orðið í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumeistaramótinu í sumar. Í kjölfarið fékk hann hjartastilli græddan í sig til að koma í veg fyrir frekari vandamál en ekki er leyfilegt að spila með slíkan búnað á Ítalíu.

Læknar þurfa nú að ganga úr skugga um að Eriksen sé fær um að spila fótbolta án slíks búnaðar áður en hægt er að taka ákvörðun um framtíð hans hjá ítalska félaginu. Hvernig sem fer, þá bíður miðjumannsins löng endurhæfing og ólíklegt að hann geti byrjað að spila aftur fyrr en eftir í fyrsta lagi sex mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert