AC Milan að ná vopnum sínum

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Ítalska stórliðið AC Milan er að ná vopnum sínum á knattspyrnuvellinum eftir fremur mögur ár en úrslit liðsins í undanförnum leikjum eru þau bestu í meira en tvo áratugi. 

AC Milan er í efsta sæti ítölsku A-deildarinnar og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Liðið er jafnframt taplaust í tuttugu og einum og slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1996. 

Síðasta laugardag vann liðið grannslaginn gegn Inter 2:1 og skoraði gamla kempan Zlatan Ibrahimovic bæði mörkin. Enn er púður í Svíanum þótt 39 ára sé. 

AC varð síðast ítalskur meistari árið 2011 og hefur tvívegis orðið meistari á þessari öld en liðið vann einnig árið 2004. Liðið hefur raunar einnig tvívegis unnið Meistaradeildina á þessari öld: 2003 og 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert