Íslendingaliðið enn með fullt hús

Alfons Sampsted hefur komið vel inn í liðið hjá Bodø/Glimt.
Alfons Sampsted hefur komið vel inn í liðið hjá Bodø/Glimt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bodø/Glimt er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann öruggan 4:0-sigur á Odds á útivelli í dag. Alfons Sampsted hefur komið vel inn í lið Bodø/Glimt og hann lék frá upphafi til enda, líkt og hann gerði í fyrstu fjórum umferðunum. 

Ari Leifsson spilaði fyrstu 57 mínúturnar með Strømsgodset sem tapað á útivelli fyrir Stabæk, 2:0. Ari hefur verið í byrjunarliði Strømsgodset í öllum leikjunum síðan hann kom til félagsins frá Fylki. 

Axel Óskar Andrésson var allan tímann á varamannafekk Viking sem vann Sandefjord á heimavelli, 2:0. Emil Pálsson lék allan leikinn með Sandefjord og Viðar Ari Jónsson fyrstu 86 mínúturnar. 

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund er liðið mátti þola 1:3-tap fyrir Mjøndalen á heimavelli. Dagur Dan Þórhallsson lék síðustu sex mínúturnar með Mjøndalen. Hvorki Daníel Leo Grétarsson né Hólmbert Aron Friðjónsson voru í leikmannahópi Aalesund. 

Jóhannes Harðarson þjálfar Start sem mátti þola 0:1-tap á útivelli gegn Haugesund. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start, en hann hefur ekkert leikið með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert