Frakkarnir brjálaðir út í Arsenal

William Saliba í leik með Saint-Étienne á síðustu leiktíð.
William Saliba í leik með Saint-Étienne á síðustu leiktíð. AFP

Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Saint-Étienne eru allt annað en sáttir við forráðamenn Arsenal en enska félagið ákvað að kalla William Saliba til baka úr láni á dögunum. Forsaga málsins er sú að Arsenal keypti leikmanninn af Saint-Étienne síðasta sumar en ákvað að lána hann strax aftur til Frakklands.

Til stóð að Saliba myndi klára tímabilið með Saint-Étienne en keppni í frönsku 1. deildinni var aflýst í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn Arsenal ákváðu því að kalla leikmanninn aftur til baka eftir mánaðamótin þegar lánssamningur hans rennur út en við þetta eru forráðamenn franska liðsins ósáttur þar sem Saint-Étienne mætir PSG í úrslitum frönsku bikarkeppninnar í lok júlí.

„Við höfðum vonast til þess að William Saliba myndi ljúka ferli sínum í grænu treyjunni í úrslitum frönsku bikarkeppninnar,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Saint-Étienne. William hefur æft vel undanfarnar vikur þar sem Arsenal og Saint-Étienne höfðu gert með sér samkomulag um að leikmaðurinn myndi spila úrslitaleikinn.

Við getum hins vegar staðfest það að okkur tókst ekki að ná samkomulagi við forráðamenn Arsenal um að framlengja lánssamning leikmannsins. Hegðun Arsenal í þessu máli er félaginu ekki til framdráttar, þeir settu fram óábyrgar kröfur og íþróttaandinn réð ekki för í samningaviðræðum við enska félagið,“ segir enn fremur í tilkynningu Saint-Étienne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert