Tyrkir komnir með annan fótinn á EM

Leikmenn Tyrkja heilsuðu að hermannasið eftir leikinn gegn Frökkum.
Leikmenn Tyrkja heilsuðu að hermannasið eftir leikinn gegn Frökkum. AFP

Tyrkir stigu stórt skref í áttina að lokakeppni EM karla í fótbolta á Stade de France í gærkvöld þegar þeir náðu þar jafntefli, 1:1, gegn heimsmeisturum Frakklands í H-riðli undankeppninnar.

Tyrkjum nægir nú jafntefli gegn Íslendingum í Istanbúl 14. nóvember, eða sigur í Andorra þremur dögum síðar. Frakkar eru að sama skapi skrefi frá EM og þurfa aðeins að fá tvö stig gegn Albaníu og Moldóvu.

Olivier Giroud virtist þó vera að tryggja Frökkum annan 1:0 sigurinn í röð þegar hann kom þeim yfir á 76. mínútu. En sex mínútum síðar jafnaði Kaan Ayhan fyrir Tyrki sem þar með eru með pálmann í höndunum.

Tyrkir fögnuðu markinu með því að heilsa að her­mannasið líkt og þeir gerðu í leiknum gegn Albönum um síðustu helgi við litla hrifningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert