Lífsnauðsynlegur sigur Sviss

Haris Seferovic fagnar marki sínu ásamt Granit Xhaka í Genf.
Haris Seferovic fagnar marki sínu ásamt Granit Xhaka í Genf. AFP

Sviss vann afar mikilvægan 2:0-sigur gegn Írlandi í D-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í Genf í Sviss í kvöld. Haris Seferovic kom Sviss yfir á 16. mínútu og staðan því 1:0 í hálfleik. Ricardo Rodríguez brenndi af vítaspyrnu fyrir Sviss á 77. mínútu en það kom ekki að sök því Shane Duffy varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og Sviss fagnaði afar dýrmætum sigri.

Sviss fer með sigrinum upp í þriðja sæti riðilsins í 11 stig og er nú einungis stigi á eftir Írlandi og Danmörku sem eru í efstu tveimur sætunum. Sviss og Danmörk eiga hins vegar leik til góða á Írland. Sviss mætir Georgíu og Gíbraltar í lokaleikjum sínum á meðan Danir mæta Gíbraltar og Írum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert