Íslendingaliðið að stinga af

Aron Elís Þrándarson í leik með Aalesund.
Aron Elís Þrándarson í leik með Aalesund. Ljósmynd/Srdan Mudrinic

Íslensku leik­menn Aalesund sem leik­ur í norsku B-deild­inni í knatt­spyrnu voru allt í öllu í 3:2-útisigri liðsins á Sogndal í dag en fjór­ir Íslend­ing­ar leika með liðinu.

Þeir Davíð Kristján Ólafs­son, Daní­el Leó Grét­ars­son, Hólm­bert Aron Friðjóns­son og Aron Elís Þránd­ar­son voru allir í byrjunarliði Aalesund í dag. Hólmbert og Aron kláruðu leikinn en Daníel var tekinn af velli á 69. mínútu og Davíð á þeirri 46.

Það voru heimamenn sem komust yfir á 8. mínútu en tvö íslensk mörk sneru taflinu við fyrir toppliðið. Daníel Leó jafnaði metin á 52. mínútu áður en Aron Elís kom Aalesund yfir á 71. mínútu og er liðið nú að stinga af í deildinni. Aalesund er með 47 stig eftir 18 umferðir, níu stigum fyrir ofan næsta lið, Sandefjord en með því leika Íslendingarnir Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson. Sandefjord missteig sig í leik sínum í dag, gerði 2:2 jafntefli gegn Skeid en Viðar Ari lék allan leikinn. Emil var ekki með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert