Bale lagði upp í fyrsta leik Real

Gareth Bale
Gareth Bale AFP

Real Madríd fór vel af stað og vann 3:1-útisigur á Celta Vigo í fyrstu umferð spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Það var enginn annar en Walesverjinn Gareth Bale sem var í byrjunarliðinu og lagði upp fyrsta markið á Karim Benzema á 12. mínútu en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans í sumar. Bale var ná­lægt því að ganga til liðs við kín­verska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Jiangsu Sun­ing í júlí en Real Madrid stoppaði fé­laga­skipt­in á síðustu stundu.

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric fékk svo að líta beint rautt spjald snemma í síðari hálfleik en það kom ekki að sök. Toni Kroos og Lucas Vazquez bættu við mörkum áður en Iker Losada klóraði í bakkann fyrir heimamenn.

Real fer því betur af stað en fjendurnir í Barcelona sem töpuðu fyrsta leik, 1:0 á útivelli gegn Athletic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert