Van Dijk spenntur að mæta Messi

Það eru margir knattspyrnuáhugamenn spenntir að sjá Lionel Messi og …
Það eru margir knattspyrnuáhugamenn spenntir að sjá Lionel Messi og Virgil van Dijk takast á. AFP

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, er spenntur fyrir því að mæta Lionel Messi og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Van Dijk er af mörgum talinn besti miðvörðurinn í boltanum í dag og þá er Lionel Messi er albesti knattspyrnumaður sögunnar. Því eru margir knattspyrnuáhugamenn afar spenntir að sjá þessa tvo leikmenn mætast á vellinum en leikirnir fara fram 1. maí og 7. maí næstkomandi.

Messi hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili og hefur leikmaðurinn skoraði 45 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. „Hvernig ætlum við að stoppa Messi? Ég hreinlega veit það ekki, það kemur í ljós,“ sagði Van Dijk við blaðamenn í gær. „Þetta verða tvær frábærar viðureignir en þetta er aldrei bara ég á móti sóknarmanninn. Þetta snýst um að verjast sem lið, ekki sem einstaklingar.“

„Þetta verður mjög erfitt, það er alveg á hreinu. Fyrir mér er Messi besti knattspyrnumaður heims í dag en við sjáum til. Við ætlum fyrst og fremst að njóta þess að vera komnir í undanúrslit, annað árið í röð," sagði Van Dijk þegar hann var spurður að því hvort það að reyna stoppa Messi yrði hans erfiðasta verkefni til þess á knattspyrnuvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert