Sara gat ekki komið í veg fyrir fyrsta tapið

Sara Björk Gunnarsdóttir mátti þola tap í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir mátti þola tap í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Wolfsburg máttu þola 4:2-tap á útivelli fyrir Bayern München í toppslag þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Tapið er það fyrsta hjá Wolfsburg á tímabilinu. 

Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem er þrátt fyrir tapið enn í toppsæti deildarinnar með 35 stig, eins og Bayern, en með betri markatölu. 

Sandra María Jessen lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Leverkusen. Hún fékk skell á móti Freiburg á útivelli, 6:0. Sandra lék fyrstu 62 mínúturnar áður en henni var skipt út af.

Leverkusen er í 11. sæti með tíu stig og í mikilli fallbaráttu, en neðstu tvö liðin í tólf liða deild falla. Leverkusen er með jafnmörg stig og Werder Bremen sem er í sætinu fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert