Stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópukeppni

Hörður Björgvin Magnússon gnæfir yfir tvo leikmenn Real Madrid í …
Hörður Björgvin Magnússon gnæfir yfir tvo leikmenn Real Madrid í kvöld. AFP

Real Madrid beið sinn versta ósigur á heimavelli í Evrópukeppni frá upphafi þegar liðið tapaði fyrir Íslendingaliðinu CSKA Moskva 3:0 í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon áttu báðir skínandi leik í liði CSKA Moskva. Hörður Björgvin var klettur í hjarta varnarinnar og Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað. Þetta var fyrsta tap Real Madrid á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því liðið tapaði 2:3 fyrir AC Milan í október 2009.

CSKA Moskva er fyrsta liðið í 10 ár sem vinnur Real Madrid heima og að heiman í Meistaradeildinni en rússneska liðið hafði betur á heimavelli 1:0.

Þrátt fyrir sigurinn í kvöld endaði CSKA Moskva í neðsta sætinu í riðlinum og hefur lokið keppni í Evrópukeppninni á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert